Skip to content

Jólamót KFA og UFA

  • by

Laugardaginn 11. desember sl. fór fram Jólamót KFA og  UFA á Akureyri. Mótið var liður í lyftingarlotu UFA og UMSE – inga sem hafa verið að æfa hjá KFA í vetur. 17 efnilegir unglingar, 10 stúlkur og 7 drengir, kepptu  í páverklíni, bekkpressu og réttstöðulyftu.
Úrslit í kvennaflokki: 
Guðrún Ósk Gestsdóttir, 16 ára stúlka frá Siglufirði vann kvennaflokkinn á stigum, en hún tók 57.5 kg í páverklíni, 50 kg í bekkpressu og 102.5 kg í réttstöðulyftu sem tryggði henni rúmlega 1 stigs forskot á Freydísi Önnu Jónsdóttir sem hafnaði í öðru sæti.

Úrslit í karlaflokki:
Ormar Agnarsson vann öruggan sigur með 115 kg í páverklíni, 107.5 kg í bekkpressu og 225 kg í réttstöðulyftu. Á eftir honum kom Örn Dúi Kristjánsson.

Mótshald var hefðbundið, en KFA varð fyrsta félagið til að nota nýju þyngdarflokkana sem taka gildi á næsta ári. Nánari úrslit: jolamotKFA

Leave a Reply