Skip to content

Íþróttasálfræði – Ný vefsíða

Komin er í loftið vefsíða um sálfræðilega færniþjálfun eftir hugmyndafræði 5C, en hugmyndafræðin er hugarfóstur ensks prófessors, Chris Harwood, sem er einn sá fremsti í heimi á sviði íþróttasálfræði. Vefsíðan er ætluð þjálfurum, kennurum, íþróttafólki og foreldrum sem vilja fræðast um hvers vegna er mikilvægt að þjálfa og kenna þætti er snúa að hugarfari.

Síðan er afrakstur Erasmus samstarfs ÍSÍ, UMFÍ, HR, Loughborough háskóla og Notthingham Trent háskóla ásamt KSÍ og FSÍ.

Vefsíða