Skip to content

Tveir íslenskir keppendur á WorldGames

  • by

World Games, “ólympíuleikar” okkar kraftlyftingamanna, er haldið á fjögurra ára fresti, næst í júlí nk í Birmingham, Alabama. Tveir íslenskir keppendur hafa komist gegnum nálaraugað og öðlast keppnisrétt á leikunum.
Júlían J K Jóhannsson keppir í efsta þyngdarflokki karla.
Sóley Margrét Jónsdóttir keppir í efsta þyngdarflokki kvenna.
Uppfærður keppendalisti er nú opinber.