Skip to content

Íslendingar í Afríku

HM unglinga í kraftlyftingum fer fram í Potchefsroom í Suður Afríku dagana 2.-8.september. Íslendingar eiga einn fulltrúa þar að þessu sinni og það er Guðfinnur Snær Magnússon, með honum í för er svo Auðunn Jónsson.
Strákarnir eru mættir og er létt yfir þeim, gefum Guffa orðið;

“Það er hrikalega gott hérna úti 30 stig og ekki ský á himni, er að fara taka síðustu æfingu fyrir mót núna, bara létt hreyfing. Keppi síðan kl 12:00 á íslenskum tíma á laugardaginn. Andinn er hrikalegur í Suður Afríku”

Við óskum Guffa að sjálfsögðu góðs gengis og hægt er að fylgjast með mótinu hér;

https://www.powerlifting-ipf.com/media/livestream.html