Íslandsmeistaramótið í bekkpressu fer fram í íþróttamiðstöð Akraness, Jaðarsbökkum, laugardag 29. janúar nk.´
Mótið hefst kl. 11.00. Aðgangseyrir er kr. 1000,- og mótshaldari er Kraftlyftingafélag Akraness.
42 keppendur frá 8 félögum eru skráðir til leiks, þar af 9 konur.
Keppt verður í 3 hollum:
Holl 1 – allar konur
Holl 2 – karlar -66,0 kg – 93.0 kg
Holl 3 – karlar -105,0 kg – +120,0 kg
Til keppenda:
Vigtun fyrir holl 1 og 2 er kl. 9.00
Vigtun fyrir holl 3 er kl. 11.30
– löglegur búnaður: http://www.powerlifting-ipf.com/Approved-List.51.0.html
Athugið að ekki er hægt að breyta um þyngdarflokk, þú keppir í flokknum sem þú ert skráður í eða keppir ekki.
Athugið nýsamþykktar reglur IPF:
Búið er að fella niður “áberandi ójöfn útrétting þegar stöng er pressuð frá brjósti” sem ástæðu ógildingar. Stöng má samt ekki síga. Fótahreyfing er leyfð en allur sólinn verður að vera á gólfinu (keppnispalli) þ.e ekki má lyfta fótum.
Í vigtun fá skráðir keppendur og aðstoðarmenn nafnspjöld sem gefa aðgang að upphitunar- og keppnissvæði. Aðrir vinir og vandamenn fylgjast með mótið af áhorfendapöllunum.
Spurningum varðandi mótshaldið skal beint á mótshaldara