Skip to content

Íslandsmót unglinga og öldunga – Tímaáætlun.

ÍM unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum fer fram laugardaginn 18. nóvember. Mótið er í umsjá Kraftlyftingafélags Akraness og fer mótið fram í líkamsræktaraðstöðu Ægis að Hafnarbraut 8, Akranesi. Keppt verður á tveimur keppnispöllum.

Fyrri keppnishluti. Allar konur og allir sub junior (14-18 ára) í karlaflokki.

Vigtun kl. 8.00 – Keppni hefst kl. 10:00

Holl 1 – Pallur 1: Konur -52 kg., -57 kg., -63 kg., -69 kg. (13 keppendur).
Holl 2 – Pallur 1: Konur -76 kg., -84 kg., +84 kg. (12 keppendur).
Áætla má að seinna hollið hefji keppni um 10.45.

Holl 3 – Pallur 2: Sub junior karlar -66 kg., -74 kg., -83 kg. (14 keppendur).
Holl 4 – Pallur 2: Sub junior karlar -93 kg., -105 kg., -120 kg. (11 keppendur).
Áætla má að seinna hollið hefji keppni um 10.50.

Seinni keppnishluti. Allir karlar í öldungaflokkum og allir junior (19-23) í karlaflokki.

Vigtun kl. 13.30 – Keppni hefst kl. 15:30

Holl 5 – Pallur 1: Master karlar -74 kg., -83 kg., -93 kg., -105 kg. (11 keppendur).
Holl 6 – Pallur 1: Master karlar -120 kg. og +120 kg. (8 keppendur).
Áætla má að seinna hollið hefji keppni um 16.10.

Holl 7 – Pallur 2: Junior karlar -74 kg., -83 kg., -105 kg., -120 kg., +120 kg. (12 keppendur). Eitt holl.