Skip to content

Íslandsmót ÍF

  • by

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra stendur yfir í Laugardalshöll þessa helgi.
Í dag var keppt í lyftingum, annars vegar í bekkpressu og hins vegar í öllum þremur greinum kraftlyftinga.  Tveir þáttakendur voru í hvorri keppninni og var keppt um wilksstig.

Í bekkpressu varð Íslandsmeistari Þorsteinn Sölvason, ÍFR, sem lyfti 125 kg í -93,0 kg flokki. Í öðru sæti var Magnús Þór Guðjónsson, ÍFR, sem lyfti 110 kg í -120,0 kg flokki.

Íslandsmeistari fatlaðra í kraftlyftingum varð Vignir Þór Unnsteinsson, ÍFR. Hann keppti í -120,0 kg flokki og lyfti seríuna 180-142,5-247,5 = 570 kg. Í öðru sæti var Sveinbjörn Óli Sveinbjörnsson, ÍFR, sem keppti í -83,0 kg flokki og lyfti 140-100-190 = 430 kg.

Við óskum keppendum til hamingju með verðlaunin og persónulegar bætingar.

Stjórn KRAFT sá um framkvæmd keppninnar, en Íþróttasamband fatlaðra á aukaaðild að KRAFT.

Leave a Reply