Ármenningar og Massa-menn fóru heim með bikarana af Íslandsmeistarmótinu í réttstöðulyftu sem lauk á Selfossi fyrir stundu.
Íslandsmeistari kvenna varð María Guðsteinsdóttir, Ármanni, sem lyfti 165,0 kg í -67,5 kg flokki. Í karlaflokki sigraði Júlían J.K. Jóhannsson, líka Ármanni, sem lyfti 305 kg í +125,0 kg flokki.
Stigabikar liða hafnaði hjá kraftlyftingafélaginu Massa frá Njarðvík.
“Tilþrifaviðurkenningin” féll í hlut Kristjönu Birgisdóttur frá KFA fyrir míkinn baráttuvilja.
Fjöldi áhorfenda lögðu leið sína í íþróttahúsið til að fylgjast með og hin unga kraftlyftingadeild UMF Selfoss á heiður skilið fyrir góða framkvæmd á skemmtilegu móti.
Mörg Íslandsmet féllu á mótinu. Heildarúrslit: http://kraftis.azurewebsites.net/wp-content/uploads/2010/05/dedd10.pdf
Við óskum öllum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.