Skip to content

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum – úrslit

  • by

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna lauk í Njarðvíkum fyrir stundu.
HEILDARÚRSLIT

Stigabikar kvenna hlaut María Guðsteinsdóttir, Ármanni með 469 stig (458,5 kg í -72,0 kg flokki). Stigabikar karla hlaut Aron Teitsson, Gróttu, með 494,8 stig (738,0 kg í -83,0 kg flokki.)
Lið Grótta vann liðabikarinn með fullt hús stiga.
Stigabikar í drengjaflokki hlaut Viktor Ben Gestsson, Breiðablik, með 372,5 stig. Stigabikarinn í unglingaflokki hlaut Daníel Geir Einarsson, Breiðablik, með 440 stig.
Í öldungaflokki 1 hlaut Bjarki Þór Sigurðsson stigabikara karla en María Guðsteinsdóttir, kvenna og Hörður Birkisson hlaut bikarinn í öldungaflokkum II-III.

Fjölmörg íslandsmet féllu í hinum ýmsu aldurs- og þyngdarflokkum. T.d. setti hin tvítuga Fanney Hauksdóttir glæsilegt bekkpressumet með 115 kg í -63,0 kg flokki.

Míkill afföll urðu í keppendahópnum. Margir tilkynntu veikindi og 5 keppendur féllu út og á endanum luku ekki nema 27 manns keppni. Segja má að konurnar og ungu strákarnir hafi stolið senunni að þessu sinni, og voru fjórar konur meðal tíu stigahæstu einstaklingana á mótinu.
Sumir af bestu kraftlyftingamönnum okkar tóka að vísu ekki þátt að þessu sinni þar sem mikilvæg alþjóðamót eru á næsta leyti og þau eru að búa sig undir það.

Við þökkum Massa fyrir vel skipulagt mót og óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með daginn.

Tags: