Skip to content

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum 2014

  • by

10003854_721868294510924_1743148946_oÍslandsmeistaramótið í kraftlyftingum karla og kvenna 2014 verður haldið í íþróttamiðstöð Njarðvíkur á morgun, laugardaginn 8.mars. Mótið hefst kl 10:00 með keppni í kvennaflokkum og áætlað er að því ljúki um kl 17:00. Keppt er í þyngdarflokkum í opnum flokki og auk þess verða veittir stigabikarar í opnum flokki, aldursflokkum, einstökum greinum og liðakeppni.
Aðgangseyrir er 500kr og rennur óskiptur ágóði til Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra SEM.
Hvetjum fólk til að mæta á frábæra skemmtun og styrkja um leið gott málefni.