Skip to content

Íslandsmeistaramót um helgina

  • by

Tvö íslandsmeistaramót fara fram um helgina í íþróttahúsi Kennaraháskóla Íslands við Háteigsveg.
Á laugardag er keppt í bekkpressu og hefst keppni kl. 15.00
KEPPENDUR 
Á sunnudag er keppt í klassískri bekkpressu og hefst keppni kl. 11.00 i kvennaflokkum og kl. 13.00 í karlaflokkum.
KEPPENDUR

Keppt er um íslandsmeistaratitla í hverjum þyngdarflokki fyrir sig, en síðan eru stigameistarar krýndir í flokkum karla og kvenna og verðlaunað fyrir stigahæsta liðið í kvenna- og karlaflokki.
Kraftlyftingadeild Ármanns er mótshaldari.