Skip to content

Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum á morgun

  • by

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum flokki og aldurtengdum flokkum fer fram í íþróttamiðstöð Njarðvíkur, Norðurstíg 4, laugardaginn 12.mars nk. Mótshaldari er Massi, lyftingadeild UMFN – kraftlyftingafélag ársins 2010.
Mótið hefst klukkan 11.00. Áætlað er að seinni hópurinn hefji keppni um kl. 14.00.

Aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru 500 krónur. Veitingarsala verður á staðnum og kynning og sala á fæðubótaefni.  

35 keppendur frá 7 félögum eru skráðir til leiks.  KEPPENDALISTI
Vigtun er sem hér segir:
klukkan 9.00: allar konur og karlar til og með -83.0 kg flokki
klukkan 12.00: karlar -93,0 kg – 120,0+ flokki

Tags:

Leave a Reply