Skip to content

Íslandsmeistaramót í bekkpressu á laugardag

  • by

rig2014_portOpna Íslandsmeistaramótið í bekkpressu fer fram laugardaginn 18.janúar nk í tengslum við Reykjavíkurleikana.  Keppt er um meistaratitla í öllum flokkum, en auk þess er keppt um stigabikar karla, kvenna og liða.
Keppni hefst í kvennaflokkum kl. 11.00, en i karlaflokkum kl. 12.30. Aðgangseyrir 1000 KR.
Áætlað er að keppni ljúki um kl. 14.00 og fer þá verðlaunaafhending fram.

35 keppendur eru skráðir til leiks. Meðal þeirra eru tveir gestakeppendur á heimsmælikvarða; þau Inger Blikra og Kjell Egil Bakkelund frá Noregi.
Inger Blikra þarf vart að kynna fyrir kraftlyftingafólk. Hún hefur stigið á verðlaunapall oftar en 100 sinnum á alþjóðamótum og unnið sér sæti í IPF Hall-of-Fame, en það er mesti heiður sem kraftlyftingamanni getur hlotnast. Kjell Egil Bakkelund  var á dögunum valinn kraftlyftingamaður Evrópu 2013. Hann er heimsmeistari í -83 kg flokki og var silfurverðlaunahafi á World Games 2013, en það er sterkasta kraftlyftingamót heims og haldið á fjögurra ára fresti. Í bekkpressu á hann best 258 kg, en það var heimsmet í greininni á þeim tíma.

Allir sem hafa áhuga á kraftlyftingum og bekkpressu ættu að leggja leið sína í höllina á laugardaginn!

Tags: