Skip to content

Opin Ísafjarðarmót – skráning hafin

  • by

Laugardaginn 14.júni nk verða haldin tvö opin mót á Ísafirði í umsjón Víkings. Annars vegar verður keppt í klassískri bekkpressu, hins vegar í klassískri réttstöðulyftu – og er um tvö aðskilin mót að ræða.
Skráningarfrestur er til 31.maí en síðan hafa menn viku til að ganga frá greiðslu keppnisgjalds, eða til miðnættis 7.júni.
Keppnisgjaldið er 2500 kr á hvert mót fyrir sig og greiðist inn á reikning 556-26-300 (kt 590712-0780) Skráning á netfangið fossdal83@hotmail.com með afrit á kraft@kraft.is