Skip to content

IPF fundar með IOC

  • by

Aðalritari Alþjóðakraftlyftingasambandsins, IPF, Emanuel Scheiber fundaði á dögunum með fulltrúum Alþjóðaólympíunefndarinnar IOC í Lausanne í Sviss.
Það er yfirlýst markmið IPF að hljóta viðurkenningar IOC með það fyrir augum að kraftlyftingar verði ólympísk íþróttagrein og undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að þessu.
Stjórn IPF hefur lagt mikla áherslu og mikið fé í úrbætur varðandi lyfjamál, en þau sem vilja nota ólögleg efni standa íþróttinni okkar mjög fyrir þrifum og í vegi fyrir framförum.
Framtíðarvelgengni kraftlyftinga, bæðí hér heima og á alþjóðavettvangi, er háð þvi að okkur takist að útiloka notkun ólöglegra lyfja.
Það er sameiginleg ábyrgð og verkefni sem allir vinna að hver á sínum stað: Alþjóðasambandið, landssamböndin, kraftlyftingafélögin, þjálfarar og iðkendur.

Tags: