Skip to content

ÍM – úrslit

  • by

Mikil kraftlyftingaveisla var haldin í Njarðvíkum um helgina og sá kraftlyftingadeild Massa um framkvæmd með miklum sóma. Mótið fór vel fram, þökk sé dómerum og starfsfólki frá mörgum félögum, sem lögðu mikið á sig til að svo mætti verða.
Dagurinn var langur þar sem nokkur mót voru haldin jafnhliða og gæta þurfti að ýmsu af sóttvarnarástæðum, en menn voru greinilega undir það búnir og tóku því af jákvæðni og æðruleysi.
Það var ánægjulegt að mega taka á móti áhorfendum aftur og komu margir til að fylgjast með keppninni.  

Íþróttalegur árangur dagsins var mjög góður og ljóst að mörgum hefur tekist að æfa vel í sumar þrátt fyrir margvíslegar takmarkanir. Nýir keppendur bættust í hópinn, sem er mjög ánægjulegt að sjá.

ÍSLANDSMÓT Í KRAFTLYFTINGUM
ÚRSLIT

Stigahæst í kvennaflokki: Sóley Margrét Jónsdóttir, Breiðablik
Stigahæstur í karlaflokki: Júlían J K Jóhannsson, Ármann
Stigahæstur í unglingaflokki karla: Guðfinnur Snær Magnússon, Breiðablik

ÍSLANDSMÓT Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM
ÚRSLIT

Stigahæst í kvennaflokki: Kristín Þórhallsdóttir, Akranesi
Stigahæstur í karlaflokki: Viktor Samúelsson, KFA
Stigahæst í telpnaflokki: Birta Líf Þórarinsdóttir, LFR
Stigahæstur í drengjaflokki: Tómar Bragi Þorvaldsson, Stjarnan
Stigahæst í unglingaflokki kvenna: Kristrún Sveinsdóttir, LFK
Stigahæstur í unglingaflokki karla: Helgi Arnar Jónsson, Akranesi
Stigahæst í öldungaflokki kvenna: Þórunn Brynja Jónasdóttir, Ármann
Stigahæstur í öldungaflokki karla: Hinrik Pálsson ,KFR

Dómarar á mótinu voru Róbert Kjaran, Aron Ingi Gautason, Rósa Birgisdóttir, Kári Rafn Karlsson, Halldór Eyþórsson og Laufey Agnarsdóttir.

.