Skip to content

ÍM unglinga og öldunga

  • by

Laugardaginn 21.mars nk verður haldið Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum unglinga og öldunga og fer mótið fram að Hvaleyrarbraut 41, Hafnarfirði, í húsnæði Lyftingafélags Hafnarfjarðar. Framkvæmdi er í höndum hins nystofnaða kraftlyftingadeildar félagsins.
Mótið hefst kl. 11.00. Aðgangseyrir er 500kr fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Skráðir keppendur eru 23 talsins.
Vigtun hefst kl. 9.00 og keppni kl. 11.00
Að öllu óbreyttu verður keppt í 3 hollum:
Holl1: allar konur
Holl2: karlar 74-93
Holl3: karlar 105-120+

Tags: