Skip to content

ÍM unglinga og öldunga 4. og 5. maí – tímaplan

Eftirfarandi er tímaplan fyrir mótið. Vegna gríðarlegs fjölda keppenda var óhjákvæmilegt að hafa þetta tveggja daga mót. Keppt verður á tveimur pöllum báða dagana. Ljóst er að vegna fjölda keppenda verða margir að hita upp í einu og á biðsvæðinu þannig að við biðjum alla að hafa góða skapið með og sýna lipurð og samvinnu. Frábært mót framundan og ánægjulegt hvað mæta margir til leiks!

Mótið verður haldið í íþróttahúsinu Miðgarði, Garðabæ.

Athugið að tímáætlun hefur verið uppfærð frá fyrstu útgáfu. Breyting sem varð var að 63 kg flokkur junior kvenna (1 keppandi) færðist af sunnudegi yfir á laugardag. Annað er óbreytt.