ÍM – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum sem fram fer í Njarðvíkum 12. mars nk.
Þeir sem ætla að keppa skulu hafa samband við sín félög sem allra fyrst og láta vita.
Skráningarfrestur er til miðnættis laugardaginn 26. febrúar og keppnisgjaldið er kr. 4000.
Nánari upplýsingar um mótið munu birtast hér fljótlega, nú liggur mest á að keppendur hafi samband við sín félög og skrái sig þar.

Félögin skulu skrá keppendur og aðstoðarmenn á eyðublöðum og senda í tölvupósti til [email protected] með afrit á [email protected]. Keppnisgjaldið skal greitt inn á reikninginn sem er tiltekinn á eyðublaðinu áður en skráningarfrestur rennur út.
eyðublað word skraning
eyðublað pdf skraning

Leave a Reply