Skip to content

ÍM – skráning hafin

  • by

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í réttstöðulyftu og klassískri réttstöðulyftu. Mótin fara fram í umsjón kraftlyftingadeildar Ármanns 25.júni nk. Endanlegar tímasetningar verða birtar þegar skráning liggur fyrir.

Skráningarfrestur er til miðnættis 4.júni og skal senda skráningu til kraft@kraft.is og tojo52@rvkskolar.is.
Frestur er svo til miðnættis 11.júní til að breyta skráningu og greiða keppnisgjald.
Gjaldið er 6000 ISK og skal greitt inn á reikning KRAFT 552-26-007004, kt . 700410-2180. Sendið afrit af kvittun með nafn félagsins á kraft@kraft.is

Í skráningu skal koma fram nafn félags og nafn og símanúmer ábyrgðarmanns skráningar, nafn, kennitala og þyngdarflokk keppanda og skal taka skýrt fram í hvaða keppni viðkomandi er skráður; með eða án búnaðar.
Skrá skal líka alla aðstoðarmenn sem ætla að fá aðgang að vigtun og upphitun.
Á öllum meistaramótum gildir sú regla að keppendur hafi verið skráðir í kraftlyftingafélagi í amk þrjá mánuði fyrir mót.

Dómarar eru lika hvattir til að skrá sig til leiks HÉR!