Skip to content

ÍM í kraftlyftingum – úrslit

  • by

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum  fór fram á Akureyri um helgina í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar.

Í karlaflokki var Viktor Samúelsson, KFA, stigahæstur með 581,9 stig.
Viktor lyfti seríuna 387,5-302,5-320 eða samtals 1010 kg sem er nýtt og glæsilegt Íslandsmet í -120 kg flokki. Hnébeygjan og réttstöðulyftan eru líka persónulegar bætingar og bætingar á Íslandsmetum.
Í öðru sæti með 532,8 stig var Einar Örn Guðnason, Akranesi, sem líka bætti sig verulega.
Hann lyfti 360-251-280 eða samtals 891 kg í -105 kg flokki. Hnébeygjan, bekkpressan og samanlagður árangur eru allt ný Íslandsmet.
Í þriðja sæti var Þorbergur Guðmundsson, KFA, með 525,4 stig, en hann lyfti 365-260-320 eða 945 kg í +120 kg flokki sem er persónuleg bæting.

Í kvennaflokki var Hulda B Waage, KFA stigahæst með 473,9 stig.
Hulda lyfti 215-130-177,5 og jafnaði Íslandsmetinu samanlagt í -84 kg flokki með 522,5 kg.  Hnébeygjan er nýtt Íslandsmet í flokknum.
Önnur var Íris Hrönn Garðarsdóttir, KFA, með 373,3 stig og seríuna 170-95-150 samanlagt 415 kg, allt persónulegar bætingar.

Fleiri met voru sett á mótinu.

HEILDARÚRSLIT

Við óskum Viktor og Huldu og öðrum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.