Skip to content

ÍM í kraftlyftingum, allir aldursflokkar – skráning hafin

  • by

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum sem haldið verður í Smáranum í Kópavogi 21.mars nk.
Um er að ræða ÍM í búnaði bæði í opnum og aldurstengdum flokkum unglinga og öldunga.
Um þetta mót gildir sú regla að keppendur þurfa að hafa verið skráðir iðkendur í amk þrjá mánuði fyrir mótsdag.

Skráningarfrestur er til miðnættis 29.febrúar. Frestur til að breyta skráningu og greiða gjaldið er til 7.mars.

Félög skulu senda skráningu á robert@kjaran.com með afrit á kraft@kraft.is
Í skráningu skal koma fram nafn og kennitala keppenda, þyngdarflokkur og aldursflokkur sem viðkomandi ætlar að keppa í. Sami keppandi getur ekki keppt bæði í opnum og aldurstengdum flokki. .
Nafn félags og ábyrgðarmanns skráningar þarf líka að koma fram.

Þátttökugjaldið er 7000 kr og skal greitt inn á rkn 0130-26-090909 / kt 530309-0100 fyrir miðnætti 7.mars til að skráning taki gildi.