Skip to content

ÍM í klassískum kraftlyftingum á morgun

  • by

im13Laugardaginn 11.maí er merkilegur dagur í sögu kraftlyftinga á Íslandi, en þá verður haldið fyrsta Íslandsmeistarmótið í klassískum kraftlyftingum í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.
Mótið hefst kl. 10.00 með keppni í kvennaflokkum og stendur fram eftir degi, en 50 keppendur eru skráðir til leiks.
Mótshaldari er kraftlyftingadeild Gróttu, en þetta er jafnframt fyrsta mót sem deildin heldur og má búast við miklu fjöri og skemmtilegri keppni – við hvetjum alla áhugamenn um kraftlyftingar að mæta og styðja sína menn.

Tags: