Skip to content

ÍM í klassískri bekkpressu

  • by

Fyrsta opna Íslandsmeistaramótið í klassískri bekkpressu lauk fyrir stundu.
Nokkur afföll urðu úr hópi bæði keppenda og starfmanna vegna veikinda, en á endanum luku 28 keppendur móti, sumir þaulreyndir en aðrir stigu í dag sín fyrstu skref á keppnispall. Keppnin var bæði hörð og spennandi og féllu mörg met.
HEILDARÚRSLIT

Í kvennaflokki sigraði Fanney Hauksdóttir, Grótta, ekki óvænt með 105 kg sem er nýtt íslandsmet í -63 kg flokki og gaf henni 114,1 stig. Fanney er á leið á HM í bekkpressu í Danmörku nú í apríl og keppir í líka á HM í klassískri bekkpressu í mai og ljóst að undirbúningurinn gengur vel.
Stigahæsta liðið í kvennaflokki var lið Gróttu

Í karlaflokki lágu úrslit ekki fyrir fyrr en eftir síðustu lyftu, en þá lyfti Viktor Samúelsson, KFA, 205 kg í -120 kg flokki og fékk fyrir það 117,9 stig. Þar með marði hann sigurinn fyrir framan nefið á Ingimundi Björgvinssyni, Grótta, sem fékk 117,0 stig fyrir 195 kg í -105 kg flokki.Viktor fer líka á HM í apríl þar sem hann keppir í búnaði.
Í karlaflokki fékk lið KFA flest stig.

Með þessu lauk bekkpressuhelgin mikla sem kraftlyftingadeild Ármanns hefur boðið upp á. Mikil vinna liggur að baki slíku móti og viljum við þakka öllum sem komu að undirbúningi, starfsmönnum mótsins, dómurum og stangarmönnum.

Öllum nýkrýndum Íslandsmeisturum og methöfum óskum við til hamingju!