Skip to content

ÍM í bekkpressu – úrslit

  • by

Íslandsmeistaramótið í bekkpressu  fór fram á Akureyri um helgina í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar.

Í karlaflokki var Viktor Samúelsson, KFA, stigahæstur, en hann lyfti 295 kg í -120 kg flokki.
Annar var Alex Cambray Orrason, KFA, en hann setti nýtt Íslandsmet í -105 kg flokki með 251,5 kg.
Þriðji var Einar Örn Guðnason, Akranesi, sem lyfti 240 kg í -105 kg flokki.

Í kvennaflokki var Hulda B Waage stigahæst, en hún lyfti 133 kg í -84 kg flokki sem er nýtt Íslandsmet.
Íris Hrönn Garðarsdóttir, KFA, lyfti 90 kg í -84 kg flokki og varð í öðru sæti.

HEILDARÚRSLIT