Skip to content

ÍM í bekkpressu – skráningarfrestur

  • by

Skráning  stendur yfir á Íslandsmeistarmótið í bekkpressu sem fram fer á Akranesi 29.janúar nk.
Mótið er í umsjón Kraftlyftingafélags Akraness og fyrsta mót ársins sem gildir í stigakeppni félaga.
Skráningarfrestur er til miðnættis 15.janúar og skulu félögin nota þetta eyðublað í skráningu:  im_BEKK_11 og senda á hemhem@internet.is með afrit á kraft@kraft.is
Eingöngu þeir sem eru skráðir fá aðgang að upphitunar- og keppnissvæði.
Keppnisgjaldið er 2500 og skal greitt inn á reikning mótshaldara eins og fram kemur á eyðublaðinu.

ATH: samkvæmt nýjum reglum keppa menn í þeim þyngdarflokki sem þeir eru skráðir í, ekki er hægt að breyta eftir að skráningarfrestur er útrunninn.

ATH: að þessu sinni verður skráningarlistinn borið saman við Felix, skráningarkerfi ÍSÍ. Eingöngu þeir sem eru rétt skráðir þar eru gjaldgengir á Íslandsmótinu.

Leave a Reply