Skip to content

ÍM 2020

  • by

Á morgun, laugardaginn 12. september, verða haldin tvö samhliða kraftlyftingamót, Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum og Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum (í búnaði).
Mótið verður í Íþróttahúsi Njarðvíkur, Norðurstíg 2.
Áhorfendur eru velkomnir eins og gildandi reglur leyfa og ganga inn um aðalinngang við Njarðvíkurskóla.
Keppni kvenna hefst kl.10.00 (vigtun kl 8.00) og keppni karla kl.14.30 (vigtun kl 12.30).
Keppendur noti kjallarainngang hússins við Þórustíg og Grundaveg.
Við minnum keppendur á að hafa með penna og magnesíum til eigin nota og mæta með nesti og drykki í merktum umbúðum. Aðstoðarmenn hafa með grímur, en sóttvarnarregur eru í gildi og allir verða að hjálpast að við að gæta öryggis.

Streymt verður frá keppninni : https://youtu.be/qB_pgCl0WYk

Keppendalista í klassískum kraftlyftingum má finna hér : http://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-klassiskum-kraftlyftingum–2020
Keppendalista í kraftlyftingum má finna hér : http://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-kraftlyftingum–2020

Sóttvarnarreglur Kraftlyftingasambandsins má finna hér : https://kraft.is/wp-content/uploads/2020/09/KRAFT_COVIDreglur_sept20.pdf