Skip to content

Íþróttmenn ársins

  • by

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið Maríu Guðsteinsdóttur, Ármanni, og Auðun Jónsson, Breiðablik kraftlyftingakonu og -mann ársins 2010.

Varla þarf að kynna Maríu og Auðun fyrir kraftlyftingaunnendur.

Auðunn er reyndasti kraftlyftingarmaður Íslands og meðal bestu íþróttamanna heims í sínum flokki.
Helstu afrek hans á árinu 2010 eru þessi:
8. sæti á HM 2010 svo og  5. sæti í réttstöðulyftu.
8. sæti á EM 2010.
2. sæti og silfurverðlaun á Norðurlandamóti 2010
Íslandsmeistari 2010.
Auðunn setti fjölda Íslandsmeta á árinu.
Í dag er hann í níunda sæti á Heimslista IPF í kraftlyftingum og í 25. sæti á Heimslista IPF í bekkpressu 2010.

María er ein fremsta kraftlyftingakona Norðurlandanna, auk þess sem hún hefur verið ósigrandi á innanlandsmótum um árabil.
Hennar besti árangur á þessu ári var án efa Norðurlandameistaratitill, bæði í kraftlyftingum og bekkpressu.
Helstu afrek á árinu:
HM 2010 Suður-Afríku, 10.sæti, samanlagður árangur 440,0 kg
EM 2010 Svíðþjóð, 9.sæti, samanlagður árangur 427,5 kg
NM 2010 Noregur:
1.sæti – Norðurlandameistari í kraftlyftingum,
Samanlagður árangur 440,0 kg
Íslandsmet í bekkpressu 102,5 kg
Íslandsmet í réttstöðu 172,5 kg
1.sæti – Norðurlandameistari í bekkpressu
Árangur 107,5 kg – Íslandsmet
María er í 18.sæti á Heimslistanum, en í 13. á lista yfir sterkustu konum Evrópu. Á Norðurlöndunum er María með 6.besta árangurinn á árinu af 53 konum sem hafa keppt í hennar þyngdarflokk (67,5 kg).

Við erum ákaflega stolt af þessu afreksfólki okkar og óskum þeim til hamingju með kjörið og árangurinn á árinu.

Leave a Reply