Skip to content

Hvað borða kraftlyftingamenn – fræðslufundur

  • by

918474Í umræðu um hvað þeir borða sem vilja auka styrk sinn hefur gjarnan verið lögð áhersla á að upplýsa menn um efni sem þeir eiga og mega EKKI taka inn.
Að þessu sinni viljum við leggja áherslu á það sem menn ÆTTU að láta ofan í sig til að hámarka árangur sinn.
Að beiðni fræðslunefndar hefur Agnes Þóra Árnadóttir, íþróttanæringarfræðingur tekið saman efni byggt á nýjustu rannsóknum og setur það fram á “mannamáli”.
Hún ætlar að kynna efnið í máli og myndum með raunverulegum dæmum
FIMMTUDAGINN 27.OKTÓBER KL. 18.00 Í HÚSI ÍSÍ, LAUGARDAL – E-SAL.

VIÐTAL VIÐ AGNESI Á MBL.IS

Fulltrúi lyfjaeftirlitsins mætir einnig og mun taka þátt í umræðunni og svara spurningum, t.d. varðandi fæðubótaefni.

Við hvetjum keppendur, iðkendur, þjálfara og aðra sem vilja auka þekkingu sína á þessu sviði, að nýta sér þetta tækifæri og taka frá tvo tíma næstkomandi fimmtudag!