Skip to content

HM unglinga hófst í dag

csm_W01_795d39f50dHeimsmeistaramót unglinga, U18 og U23, fer fram í Szczyrk í Póllandi dagana 29. ágúst – 3. september. Keppni hófst í dag á léttustu flokkum karla og kvenna.

Fyrir hönd Íslands stíga þrír keppendur á keppnispallinn, allir í U23 aldursflokki karla. Þer eiga allir góða möguleika á vinna til verðlauna. Viktor Samúelsson keppir í -120 kg fl. þar sem hans helsti keppinautur er Þjóðverjinn Kevin Jäger, sem nýverið setti heimsmet í bekkpressu hér á landi. Í +120 kg fl. keppa þeir Júlían J. K. Jóhannson og Þorbergur Guðmundsson. Júlían hefur titil að verja, en hann er ríkjandi heimsmeistari.

Strákarnir þrír keppa allir á sama tíma, á laugardaginn 3. september kl. 10:00 að íslenskum tíma (12:00 að staðartíma.)

Bein útsending