Skip to content

HM unglinga hafið

  • by

 Í dag hefst heimsmeistaramót unglinga í kraftlyftingum í Moose Jaw í Canada og stendur til 4.september. 234 ungir karlar og konur frá 29 löndum taka þátt.

Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, keppir fyrir hönd Íslands. Honum til aðstoðar er Birgir Viðarsson.
Júlían keppir í +120 kg flokki drengja 18 ára og yngri og á góða möguleika á að vinna til verðlauna. Við óskum þeim félögum góðrar ferðar og góðs gengis á mótinu, en Júlían keppir á síðasta degi, sunnudaginn 4.september.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni vefútsendingu.
Heimasíða mótsins.

Ítarlegt viðtal og myndskeið með Júlían má skoða á heimasíðu Kraftlyftingadeildar Breiðabliks.

Leave a Reply