Skip to content

HM unglinga framundan

  • by

Nú styttist í HM unglinga. Mótið fer fram í Moose Jaw i Canada og stendur frá 29.ágúst til 4.september. Keppt er í aldursflokki drengja/stúlkna 18 ára og yngri og flokki unglinga 18-23 ára.

Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, er fulltrúi Íslands á mótinu. Hann keppir í +120,0 kg flokki drengja, en hann er á síðasta ári í drengjaflokki. Júlían gerði góða hluti á EM unglinga í maí þar sem hann vann silfurverðlaun í sínum flokki og bætti sig í öllum greinum. Æfingar hafa gengið vel hjá honum í sumar og stefnir í enn frekari bætingar á HM.
Júlían keppir á síðasta degi mótsins, sunnudaginn 4.september.

Leave a Reply