Skip to content

HM unglinga

  • by

Í dag hefst í Póllandi heimsmeistaramót drengja/stúlkna og unglinga. Mótið fer fram í bænum Szczyrk, 100 km frá Krakow, og stendur til 2.september.
Ísland á tvo keppendur í unglingaflokki; Viktor Samúelsson í -105,0 kg flokki og Júlían J.K. Jóhannsson í +120,0 kg flokki. Með þeim í för eru Grétar Hrafnsson og Kári Rafn Karlsson.
Viktor lyftir á laugardaginn og Júlían á sunnudag.
Tímaplan keppninnar: TÍMAPLAN
Keppendalistar: KEPPENDUR

Bein vefútsending verður frá mótinu: http://goodlift.info/live.php
Tímamismunurinn er klukkutími.

Strákarnir hafa undirbúið sig vel, en þeim hefur ekki tekist að forðast meiðslum alveg og óvisst hvort það muni setja strik í reikninginn. Viktor og Júlían eru á fyrsta ári í unglingaflokki (19 – 23 ára) og er skrefið upp úr drengjaflokki stórt. Þeir munu mæta mjög öflugum anstæðingum en hafa að markmiði að bæta sig og ná öllu sem þeir eiga inni.

Líkurnar á að vinna til verðlauna eru mestar í réttstöðulyftu, en Júlían er ríkjandi evrópumeistari í þeirri grein og vita andstæðingar hans vel af því.

Við óskum þeim félögunum alls hins besta og munum fylgjast spennt með frammístöðu þeirra.