Skip to content

HM öldunga lauk í gær

  • by

Heimsmeistaramót öldunga í bekkpressu hefur staðið yfir í Rödby í Danmörku undanfarna daga og lauk í gær.
Gríðarleg þátttaka var á mótinu, en 192 karlar og 55 konur mættu til leiks í hinum ýmsum aldursflokkum.
Góður árangur var á mótinu og féllu nokkur heimsmet. Stigahæstur allra karla var norðmaðurinn Kjell Furesund sem lyfti 312,5 kg í 120.0+ kg flokki MI en Deborah Ferrell var stigahæst allra kvenna með 172,5 kg í 84,0+ kg flokki MI.

Hér má sjá heildarúrslit, met og myndir: http://ipf-bench-2011.dk/index.php

Enginn Íslendingur tók þátt í mótinu að þessu sinni, en vonandi verður bætt úr því á næstu árum. Dæmin sanna að það er aldrei of seint að vera með, elsta konan var 67 ára gömul, en aldursforsetinn í  karlaflokki var fæddur 1922!

Tags:

Leave a Reply