Skip to content

HM í Stavanger

  • by

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum stendur nú yfir í Stavanger í Noregi.
Þrír íslenskir keppendur mæta til leiks og keppa öll laugardaginn 13.nóv.
Guðfinnur Snær Magnússon keppir kl 09.00 að íslenskum tíma í +120 kg flokki karla.
Sóley Margrét Jónsdóttir keppir í +84 kg flokki og Júlían J K Jóhannsson í +120 kg flokki og verður keppnin þeirra sýnd í beinni útsendingu á Eurosport og hefst kl 13.30 að íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með mótið HÉR og á Olympics.com.