Skip to content

HM í klassískri bekkpressu hófst í dag

Merki HM í klassískri bekkpressu 2017Heimsmeistaramótið í klassískri bekkpressu hófst í dag með keppni í öldungaflokkum. Mótið er haldið í bænum Killeen í Texas og stendur yfir dagana 17. til 22. apríl.

Í landsliðsvali Íslands fyrir mótið er að þessu sinni einn keppandi, Matthildur Óskarsdóttir. Hún keppir í 72 kg telpnaflokki (U18). Keppni í þeim flokki og öðrum þyngdarflokkum telpna fer fram fimmtudaginn nk. 20. apríl og hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Bein útsending, keppendalistar og tímatafla á Goodlift