Skip to content

HM í bekkpressu

  • by

Heimsmeistaramótin í bekkpressu og klassískri bekkpressu standa nú yfir í Vilnius í Litháen.
Í dag leggja þær Alexandrea Rán Guðnýjardóttir og Matthildur Óskarsdóttir af stað á mótsstað. Þeim til aðstoðar er Auðunn Jónsson.
Þær keppa báðar í klassískri bekkpressu í unglingaflokki, Alexandrea í -63 kg flokki og Matthildur í -84 kg flokki.
Þær keppa á föstudaginn og hefst keppnin hjá þeim kl 07.00 á íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með mótið hér https://goodlift.info/live1/onlineside.html og á Youtuberás IPF.

Við óskum þeim góðs gengis!