Skip to content

Tveir íslenskir keppendur á HM

  • by

HM í kraftlyftingum  hefst í Suður-Afríku á morgun 8. nóvember og stendur til 13. nóvember.
Fyrir hönd Íslands keppa María Guðsteinsdóttir í -67,5 kg flokki kvenna og Auðunn Jónsson í +125,0 kg flokki karla.
María keppir á miðvikudaginn og Auðunn á laugardaginn. Við sendum þeim sterka strauma og óskum þeim góðs gengis. 
Hægt verður að fylgjast með í beinni sjónvarpsútsendingu á netinu og við munum flytja fréttir af mótinu um leið og þeir berast.

Í dag fer fram árlegt þing Alþjóða kraftlyftingasambandsins IPF. Fyrir þingið liggja margar áhugaverðar tillögur.
Fundargerð þingsins verður birt hér og verður aðgengilegur á heimasíðu IPF.

Leave a Reply