Skip to content

Helgi og Emil unnu silfurverðlaun

  • by

Emil Grettir Grettisson, fæddur 2003, keppti í dag á Norðurlandamóti í -120 kg flokki drengja.
Þetta er fyrsta alþjóðamót Emils og óhætt að segja að hann hafi staðið sig vel. Hann lyfti 190 – 122,5 – 240 = 552,5 kg og vann silfurverðlaun samanlagt. Réttstaðan og samanlagður árangur eru íslandsmet.
Helgi Arnar Jónsson lék sama leikinn í -83 kg flokki unglinga. Hann vann silfurverðlaun með 230 – 130 – 265 = 625 kg.
Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Þeir eru rétt að byrja!