Skip to content

Helgi Briem vann til bronsverðlauna í bekkpressu.

EM öldunga í klassískum kraftlyftingum er í fullum gangi og tveir Íslendingar stigu á keppnispallinn í dag, þeir Hörður Birkisson og Helgi Briem.

Helgi Briem sem keppti í -93 kg flokki 60-69 ára byrjaði vel í hnébeygjunni og lyfti þar 165 kg sem er jöfnun á hans eigin Íslandsmeti. Í bekkpressunni jafnaði hann líka eigið met þegar hann lyfti 130 kg og nældi sér auk þess í bronsverðlaun í greininni. Fyrra Íslandsmetið féll svo hjá honum í réttstöðunni en þar fór hann upp með 212.5 kg. Samanlagt lyfti hann 507.5 kg sem er einnig nýtt Íslandsmet í hans aldursflokki. Með árangri dagsins tryggði hann sér 4. sætið í flokknum en sigurvegari var Robert Rodney frá Bretlandi sem lyfti samanlagt 643.5 kg.

Hörður Birkisson sem keppti í -74 kg flokki 60-69 ára var töluvert frá sínu besta en hann hefur undanfarið verið að glíma við meiðsli. Hörður lyfti 160 kg í hnébeygju, 85 kg í bekkpressu og 180 kg í réttstöðulyftu og hafnaði í 8. sæti með 425 kg í samanlögðum árangri. Sigurvegari í flokknum varð heimamaðurinn Ortega Fernando Jimenez með 559 kg sem er nýtt heimsmet hjá honum.

Til hamingju Hörður og Helgi!

Á morgun er svo komið að Þórunni Brynju Jónasdóttur og Guðnýju Ástu Snorradóttur að rífa í stálið. Þórunn stígur á pall kl. 8:00 en Guðný keppir kl. 11:30.