Skip to content

Helga og Viktor Íslandsmeistarar

  • by

Heitt var á Akureyri í dag, bæði úti og í húsakynnum KFA þar sem íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum flokki fór fram.
Heildarúrslit
Stigameistari kvenna var Helga Guðmundsdóttir, LFH, sem átti mjög gott mót, fékk 27 hvít ljós á seríuna 187,5-130-182,5 samtals 500 kg í -72 kg flokki..
Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta, sigraði í flokknum með 520 kg sem er nýtt íslandsmet, en Helga var mun léttari og stóð þess vegna uppi með pálmann í höndunum.
Stigameistari karla var heimamaðurinn Viktor Samúelsson sem náði því langþráðu markmiði að klára 1000 kg samanlagt.
Lið KFA urðu stigahæst bæði í karla og kvennaflokki.

Borghildur Erlingsdóttir, formaður KRAFT afhenti verðlaun í kvennaflokkum.
Svo skemmtilega vildi til að Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, stofnandi KFA, var á mótinu og fékk hann heiðurinn af að afhenda verðlaun í karlaflokkum.

Við óskum sigurvegurum í öllum flokkum til hamingju með verðlaun, met og bætingar.