Skip to content

Helga og María lyfta fimmtudag

  • by

Á morgun, fimmtudag, fer fram keppni í -63 og -72 kg flokkum kvenna á EM í Þýskalandi, en þar keppa tvær íslenskar konur.
Helga Guðmundsdóttir, bikarmeistari KRAFT 2014, keppir í -63 kg flokki á sínu fyrsta alþjóðamóti. María Guðsteinsdóttir keppir í -72kg flokki, á sínu 21.alþjóðamóti.

Bein útsending frá mótinu er á heimasíðu EPF, en þær hefja keppni klukkan 10 að íslenskum tíma.
Við óskum þeim báðum góðs gengis.