Skip to content

Helga með brons í bekkpressu

Helga Guðmundsdóttir á verðlaunapalliHelga Guðmundsdóttir hefur lokið keppni á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum, sem stendur yfir í Pilsen, Tékklandi.

Helga átti ekki sinn besta dag á keppnispallinum að þessu sinni. Hún keppti í -63 kg fl. Í hnébeygju reyndi hún þrívegis við 175 kg, en fékk ógilt vegna tæknigalla í öllum tilraunum og féll þar með úr keppni í samanlögðu. Í bekkpressu lyfti Helga 117,5 kg í fyrstu tilraun, sem tryggði henni bronsverðlaun í bekknum. Í réttstöðulyftu lyfti Helga 170 kg í fyrstu og 177,5 kg í annarri tilraun.