Skip to content

Heimsmet á EM í bekkpressu.

  • by

Merki EM í bekk 2016Evrópumótinu í bekkpressu lauk í dag með keppni í þyngri flokkum kvenna og karla. Helga Guðmundsdóttir sem keppti í -72 kg flokki átti góðan dag og lyfti 135 kg sem er nýtt Íslandsmet og gaf henni fjórða sætið. Sigurvegari í hennar flokk var Yulia Chistiakova sem lyfti 155 kg.
Í -84 kg flokknum tók Hulda B. Waage ekki gilda lyftu og féll því miður úr keppni. Árdís Ósk Steinarsdóttir náði heldur ekki að klára mótið og sýna styrk sinn þar sem hún slasaðist í fyrstu lyftu. Í karlaflokkunum varð Þjóðverjinn Kevin Jaeger Evrópumeistari í -120 kg flokki á glæsilegu heimsmeti. Lyfti hann 355,5 kg og varð jafnframt stigahæsti keppandinn í karlaflokki. Þyngstu lyftu mótsinns 357,5 kg tók hins vegar Finninn Kenneth Sandvik en með henni tryggði hann sér sigurinn í +120 kg flokki.
Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn og mótshöldurum fyrir glæsilegt mót. Árdísi Ósk sendum við okkar bestu batakveðjur með von um að hún nái sér sem fyrst.

Nánari úrslit konur
Nánari úrslit karlar