Skip to content

Heimsmeistarar heiðraðir

  • by

Kraftlyftingasamband Íslands heiðraði heimsmeistarana tvo, Auðun Jónsson og Júlían J.K. Jóhannsson með móttöku í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í vikunni. Þeir eru báðir ríkjandi heimsmeistarar í réttstöðulyftu í +120,0 kg flokki, Auðunn í opnum flokki og Júlían í flokki unglinga. Auk þeirra fékk Grétar Hrafnsson landsliðsþjálfari viðurkenningu fyrir sína vinnu og hlut í góðu gengi landsliðsins á keppnistímabilinu.
Formaður KRAFT, Sigurjón Pétursson, afhenti heiðursskjöl og gjafir og Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, færði þeim blóm og hamingjuóskir frá ÍSÍ.
Íþróttafréttamenn sýndu tilefninu mikinn áhuga og var fjallað um það í öllum helstu miðlum landsins.

Fréttatími RÚV : http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/09112012/audunn-heidradur
ruv.is  http://www.ruv.is/frett/tvaer-skalar-af-hafragraut-alla-morgna
Fréttatími Stöðvar 2
mbl.is http://www.mbl.is/sport/frettir/2012/11/10/allt_er_fertugum_faert/
Morgunblaðið – prentaða útgáfan  http://www.mbl.is/bladid-pdf/2012-11-10/C2012-11-10.pdf
visir.is  http://visir.is/hef-alltaf-verid-hreinn/article/2012711109947
Fréttablaðið – forsíða.  http://vefblod.visir.is/index.php?netpaper=2103
Fréttablaðið – grein http://vefblod.visir.is/index.php?s=6539&p=141224