Skip to content

Halldór Jens hefur lokið keppni

  • by

Evrópumeistaramótið í klassískum kraftlyftingum er komið á fulla ferð en það er haldið þetta árið í Kaunas, Litháen. Ísland verður með nokkra fulltrúa á mótinu og steig sá fyrsti á keppnispallinn í dag.

Halldór Jens Vilhjálmsson keppti fyrir hönd Íslands í -105kg flokki unglinga. Halldór opnaði í 220kg í hnébeygjunni létt og örugglega. Í annarri tilraun fór hann í 240kg og var það hans þyngsta hnébeygja í dag. Í bekknum opnaði hann í 140kg og lyfti því öruggt. Þá fór hann í 152,5kg í annarri lyftu og kláraði bekkpressuna með þá lyftu þyngsta. Í réttstöðulyftunni var allt gott og gilt og tók hann þar seríuna 220kg-240kg-250kg. Þetta gaf honum 642,5kg í samanlögðu sem er góð bæting á árangri hans á mótum utanlands.

Þrír hrikalegir, Auðunn Jónsson íþróttastjóri Kraft(t.v.), Halldór Jens og Hannes Hólm aðstoðarmaður(t.h)

Keppendur Íslands á komandi dögum

Arna Ösp Gunnarsdóttir

Arna Ösp keppir í -63kg flokki kvenna og mun hún hefja keppni kl. 08:00 á íslenskum tíma á föstudaginn. Þetta er hennar annað evrópumeistaramót en það fyrsta í opnum flokki. Hægt verður að fylgjast með í beinni HÉR.

Friðbjörn Bragi Hlynsson

Friðbjörn Bragi keppir í -83kg flokki karla og mun hann hefja keppni kl. 15:00 á íslenskum tíma á föstudaginn. Þetta er fyrsta evrópumeistaramótið hans og verður hægt verður að fylgjast með í beinni HÉR.

Ingvi Örn Friðriksson

Ingvi Örn keppir í -105kg flokki karla og mun hann hefja keppni kl. 11:30 á íslenskum tíma á laugardaginn. Þetta er annað evrópumeistaramótið hans Ingva en hans fyrsta í opnum flokki. Hægt verður að fylgjast með í beinni HÉR.

Birgit Rós Becker

Birgit Rós keppir í -84kg flokki kvenna og mun hún hefja keppni kl. 16:00 á íslenskum tíma á laugardaginn. Þetta er þriðja evrópumeistaramótið hennar Birgit. Hægt verður að fylgjast með í beinni HÉR.