Skip to content

Gull, silfur og fimm islandsmet á NM i dag

  • by

Norðurlandamót unglinga lauk í Finnlandi í dag og kepptu þrír íslenskir strákar í búnaði.

Guðfinnur Snær Magnússon, Breiðablik, varð norðurlandameistari í -120 kg flokki drengja. Hann lyfti 275 – 195 – 240  samtals 710 kg, en þetta eru allt ny íslandsmet í flokknum og persónuleg bæting upp á lítil 42,5 kg.

Daníel Geir Einarsson, Breiðablik, keppti í +120 kg flokki unglinga og vann til silfurverðlauna með 797,5 kg.
Hann byrjaði með góða bætingu í beygju 307,5, lyfti svo 230 á bekknum og 260 í réttstöðu.

Sindri Freyr Arnarson, Massa, keppti í -74 kg flokki unglinga og lenti í 4. sæti  með 585 kg sem er jöfnun á hans besta árangri. Hann lyfti 212,5 – 155 – 217,5
Beygjan er nýtt íslandsmet unglinga. Sindri bætti sig líka í réttstöðu, en erfiðleikar á bekknum komu í veg fyrir bætingu samanlagt.

Við óskum strákunum til hamingju með árangurinn,