Skip to content

Guðfinnur með silfurverðlaun.

  • by

Guðfinnur Snær Magnússon, Breiðablik, vann í dag silfurverðlaun í -120 kg flokki drengja á HM í Prag.
Hann vann auk þess silfur í hnébeygju og bekkpressu með seríuna 290-200-250 – 740.
Á bekknum opnaði hann á nýju drengjameti 200 kg, og átti tvær góðar tilraunir við 210 kg, en tókst ekki að klára.
Við óskum Guðfinni til hamingju með silfrið! .