Skip to content

Guðfinnur með silfurverðlaun

  • by

Guðfinnur Snær Magnússon keppti í dag á EM í kraftlyftingum sem fer fram í Pilsen, Tékklandi. Guðfinnur keppir í +120kg unglinga og hefur þrátt fyrir ungan aldur keppt lengi í greininni.

Hann lauk mótinu með 375kg hnébeygju, 390kg fóru upp en lyftan var því miður dæmd ógild. Í bekkpressunni lyfti hann 275kg og svo kláraði hann mótið 302,5kg réttstöðulyftu. Þetta gaf honum silfurverðlaun í hnébeygju, silfurverðlaun í bekkpressu, bronsverðlaun í réttstöðulyftu og svo silfurverðlaun í samanlögðu með 952,5kg. Það er 5kg bæting á hans besta árangri.

Guðfinnur fer því heim klyfjaður með 3 silfurpeninga og 1 bronspening um hálsinn. Flottur árangur hjá honum.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum innilega til hamingju með árangurinn!

Guðfinnur í góðra vini hópi. Auðunn Jónsson (t.v.), verðlaunapeningarnir (m) og Helgi Hauksson (t.h.)

EM heldur áfram í Pilsen en næstu íslensku keppendur sem stíga á pallinn verða þau Hulda Waage og Karl Anton Löve. Þau keppa bæði á föstudaginn en Hulda hefur keppni kl. 8 að íslenskum tíma og Karl kl. 13:30 að íslenskum tíma.

Eins og alltaf þá er hægt að fylgjast með á Goodlift