Skip to content

Góður árangur unglingalandsliðsins

  • by

Landsliðshópurinn er nú allur kominn heim frá EM unglinga í Prag og er ástæða til að fagna frammístöðu keppenda og óska þeim, þjálfurum þeirra, aðstoðarmönnum og landsliðsþjálfara til hamingju með mótið:
Í heildinni vann Ísland einn titil, 4.sæti, 5 sæti, 7. sæti, 10.sæti og 14.sæti, og fékk tvenn gull- og tvenn silfurverðlaun í greinunum. Allir keppendurnir kláruðu mótið og allir bættu árangur sinn, nema einn sem jafnaði sínu besta. Tólf Íslandsmet voru sett í unglingaflokkum og þrjú í opnum flokki.
Það mun kosta vinnu að toppa þetta, en undirbúningur er þegar hafinn.

Tags: